Inntökupróf hestafræðideildar verða í júní
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
08.05.2009
kl. 08.29
Þeir sem hyggjast sækja um nám við Háskólann á Hólum þurfa að gera það fyrir 1. júní.
Inntökupróf vegna náms er veita réttindi þjálfara og reiðkennara eru fyrirhuguð á tímabilinu 20.-25. júní, en ekki í ágúst eins og venja hefur verið.
Inntökupróf fyrir þá sem eru að fara á 1. ár verða dagana 15.-20. júní.
Nánari tímasetning verður kynnt nemendum eftir afgreiðslu umsókna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.