Innritun í tónlistarskóla á morgun og hinn

Vegna breytinga á gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar verður innritað þriðjudaginn 25. ágúst og miðvikudaginn 26. ágúst frá kl. 13-17 á eftirtöldum stöðum:

Varmahlíð   sími: 453-8819 gsm: 899-6295
Sauðárkróki   sími: 453-5790 gsm: 849-4092
Hofsósi    sími: 453-7311 gsm: 893-7438
Hólum   sími: 453-6600 gsm: 849-4092

Samkvæmt samþykkt fræðslunefndar Skagafjarðar hækkar gjaldskrá tónlistarskólans um 8%

22 ára og eldri sem stunda hljóðfæranám greiða
75 % meira álag en börn og unglingar.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og upplýsingar um gjaldskrá á heimasíðu skólans, http://tonlistarskoli.skagafjordur.is

Þeir nemendur sem innrituðu sig í vor þurfa ekki að staðfesta umsóknir, nema einhverra breytinga sé þörf.

Söngkennsla í vetur verður aðeins í formi námskeiða. Þau verða auglýst síðar.
Áhugasömum börnum er bent á að hægt er að bæta fleiri röddum í barnakór tónlistarskólans, sem síðastliðinn vetur æfði undir stjórn Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur.

 

Í rokk og dægurdeildinni verður boðið upp á örfáa hóptíma í söng fyrir 10-15 ára. Leiðbeinandi er Sorin Lazar.

Boðið verður upp kennslu á selló í vetur. Aðeins eru örfáir tímar í boði. Kennari er Sif Björnsdóttir.

Alls verða 12 kennarar auk eins stundarkennara við skólann´i vetur. Auk þess sem Sorin Laszar mun kenna dægursöng í aldursflokknum 10 – 15 ára. Um hóptíma verður að ræða og verða 3 – 4 nemendur saman í hverri kennslustund.

Skólinn mun í vetur halda upp á að 10 ár eru frá sameiningu Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu og Tónlistarskólans á Sauðárkróki og við verður  heilmikil dagskrá í kringum það í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir