Íbúum Skagafjarðar fjölgar hratt

Frá Sauðárkróki

Það sem af er ári hefur fjölgað um 42 einstaklinga í Sveitarfélaginu Skagafirði. í Árskóla á Sauðárkróki hefur nemendum á sama tíma fjölgað um 15.

Í framhaldi af frétt okkar í morgun um biðlista á leikskóla á Sauðárkróki vill Herdís Sæmundardóttir koma því á framfæri að af þeim 24 börnum sem í haust verða á biðlista eftir leikskólaplássi, er 21 barn fætt á árinu 2008. Eru foreldrar sumra þessara barna enn í barneignarleyfi. Þá má gera ráð fyrir að þær dagmæður sem nú þegar eru starfandi fari langt með að leysa þann vanda sem skapast þegar ekki séu næg leikskólarými til staðar. 

Verið er að vinna að byggingu Árkíls, nýs 900 fermertra leikskóla á Sauðárkróki, en gert er ráð fyrir að hinn nýi leikskóli taki 120 - 130 börn og mun hann leysa af hólmi Furukot og Krílakot en þar eru nú þegar um 70 börn. Það má því ætla með tilkomu hins nýja leikskóla verði til 50 ný leikskólarými.
-Þegar Árkíll opnar verða þessi börn sem nú eru á biðlista komin á leikskólaaldur og ættu því að geta komist beint inn á leikskóla, segir Herdís Sæmundardóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir