Íbúum fjölgar og fjölgar á Hvammstanga
„Hér rjúka lóðirnar út og hafa gert undanfarin ár. Það er nýbúið að taka tvo grunna og búið að úthluta lóð fyrir raðhúsi, bara allt í gangi,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra í viðtali við Magnús Hlyn á Stöð2. Í fréttinni kemur fram að íbúum fjölgar og fjölgar á Hvamsstanga en þar eru nú tvö ný hverfi í byggingu.
„Ástæðan er meðal annars sú að lóðir á staðnum eru ókeypis, það er engin biðlisti í leikskólann og þá er næga atvinnu að hafa á Hvammstanga,“ er haft eftir Unni Valborgu en hún segir að engu að síður vanti húsnæði og þar þurfi sveitarfélagið að spýta í lófana. „Lóðirnar eru ekki seldar því þær eru í eigu sveitarfélagsins og greidd lóðarleiga , sem er mjög hófleg. Þannig að það hjálpar til við húsbyggingar að þú þarft ekki eyða milljónum og jafnvel stundum tugum milljóna í lóðir,” segir Unnur Valborg“
Heimild: Vísir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.