Íbúum fjölgaði á Norðurlandi vestra árið 2008
Á vef SSNV kemur fram að Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgaði árið 2008. Er þetta í fyrsta skipti í fjölmörg ár þar sem íbúum svæðisins fjölgar. Þrátt fyrir heildarfjölgun íbúa er íbúafækkun í fjórum sveitarfélögum af sjö.
Af sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum er eingöngu um íbúafjölgun að ræða í einu af fimm. Hins vegar fjölgar íbúum í báðum sveitarfélögum Skagafjarðar um samtals 63.
Hér að neðan gefur að líta töflu sem sýnir íbúaþróun í sveitarfélögum á Norðurlandi vestra undanfarin ár.
2007 2008 Br. milli ára
Sveitarfélagið Skagafjörður 4027 4077 50
Húnaþing vestra 1150 1142 -8
Blönduóssbær 895 908 13
Sveitarfélagið Skagaströnd 526 523 -3
Skagabyggð 106 102 -4
Húnavatnshreppur 451 426 -25
Akrahreppur 204 217 13
Samtals 7359 7395 36
Heimild. Hagstofa Ísland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.