Íbúum Blönduósbæjar fjölgar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.12.2008
kl. 10.17
Íbúar á Blönduósi voru 908 1. desember 2008. Fjölgaði þeim um 13 eða 1,45% á milli ára.
Íbúum Blönduós fjölgar nú 2 árið í röð en það hefur ekki gerst á síðustu 10 árum. Á því
tímabili fækkaði íbúum öll árin nema árið 2000, 2003 og svo er fjölgun árin 2007 og 2008.
Íbúatalan nálgast nú aftur íbúafjölda ársins 2004 þegar íbúar voru 917. Íbúar urðu fæstir árið
2006 þegar þeir voru 892 en árið 1998 voru íbúarnir 1.041. Til gamans má nefna að íbúafjöldi
árið 1990 var 1.171 á Blönduósi og Engihlíðarhreppi.
Þetta kemur fram á vef Blönduósbæjar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.