Íbúar mótmæla Svínavatnsleið

Fjölmennur íbúafundur í Húnavatnshreppi í gærkvöld skoraði á sveitastjórn Húnavatnshrepps að mótmæla fyrirhugaðri lagningu Vegagerðarinnar og Leiðar um  Svínavatnsleið.
Myndi hinn nýji kafli stytta leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 13 - 16 km sem miðað við 90 km hámarkshraða er stytting upp á um það bil 10 mínútur. Jafnframt myndi hinn nýji kafli verða til þess að Blönduós yrði ekki lengur í alfaraleið.
Var það almennt álit fundarmanna að Vegagerðinni bæri fyrst að huga að nauðsynlegum endurbótum á vegum sem þegar eru til staðar í Húnavatnshreppi áður er hugað væri að nýjum vegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir