Íbúahátíð Húnavatnshrepps16. ágúst

 

Frá Húnavatnshrepp

Íbúahátíð Húnavatnshrepps verður haldin á Húnavöllum sunnudaginn 16. ágúst og hefjast herlegheitin klukkan 19:00 með sveitafittness.
Dagskráin er svohljóðandi;

Kl.19.00-20.00: Sveitafittness ofl.
Kl.20.00:  Grillað lambakjöt í boði Húnavatnshrepps, drykkir verða seldir á staðnum.
Tónlistaratriði, fjöldasöngur, glens og grín.
Varðeldur.

Í tilkynningu frá undirbúningshópi eru þátttakendur vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku hjá eftirtöldum  fyrir 12. ágúst nk.
 Ingu og Ingþóri í síma 452-4050, Þóru og Sigurði í síma 452-4293 og hjá Kiddý og Þorleifi í  síma 452-7150, einnig má skrá þátttöku á netfangið: hunavatnshreppur@emax.is .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir