Íbúagátt Skagfirðinga
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur virkjað svokallaða Íbúagátt sem er þjónustusíða fyrir íbúa þess og fyrirtæki. Íbúagáttin er vefsíða þar sem íbúar geta haldið utan um allt sem snýr að samskiptum þeirra við sveitarfélagið milliliðalaust, allan sólarhringinn, allt árið.
Af vefsíðunni er hægt að senda inn rafrænar umsóknir um ýmsa þjónustu og fylgjast með framgangi þeirra og annarra mála sem skráð eru í málakerfi sveitarfélagsins. Einnig er hægt að fá yfirlit yfir ógreidda reikninga hjá sveitarfélaginu og álagningarseðil fasteignagjalda.
Beinn aðgangur er inn á MENTOR og Matartorg fyrir þá sem nota þá þjónustu.
Nýir notendur þurfa að nýskrá sig og lykilorð verða send í heimabanka viðkomandi. Einnig er gefinn möguleiki á að sækja lykilorð í afgreiðslu Ráðhússins.
Er það von sveitarfélagsins að þessi nýja þjónusta muni nýtast vel og falli í góðan jarðveg. Allar ábendingar varðandi þjónustuna eru vel þegnar.
Íbúagátt er hægt að skoða hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.