Íbúafundur um nýtt aðalskipulag Blönduósbæjar

 Blönduósbær boðar til almenns íbúafundar  um tillögur að aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2022. Íbúafundurinn verður haldinn í dag þriðjudaginn 2. febrúar og hefst hann klukkan 17 á Hótel Blönduósi. 

Á fundunum verða kynntar tillögur að landnotkun fyrir viðkomandi sveitarfélag í heild og þéttbýlið á Blönduósi auk þess sem umhverfisskýrsla aðalskipulagsins verður kynnt. Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun í sveitarfélaginu til framtíðar. Tekin eru frá svæði fyrir samgöngu- og þjónustukerfi, atvinnusvæði, íbúðarbyggð, frístundabyggð, verndarsvæði o.fl.

Megin tilgangur fundanna er að gefa íbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum áður en gengið verður frá aðalskipulagstillögunni til auglýsingar. Skipulagsráðgjafar frá Landmótun gera grein fyrir tillögunum og taka á móti athugasemdum á fundunum.

Íbúar Blönduóssbæjar eru hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á það samfélag sem þeir búa í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir