Í nógu að snúast í Tréiðnadeild

Sagt er frá því á heimasíðu FNV að mikil umsvif hafa verið í Tréiðnadeild FNV í vetur. Í haust hófu 8 nemendur nám í grunnnámi en fjölgaði um áramót í 13. Á þriðju önn eru 25 nemendur, þar af 15 í helganámi og á fimmtu önn eru 11 nemendur. Nemendur í grunnnámi smíða skylduverkefni á verkstæði.

Nemendur á þriðju önn smíða tvö áttstrend dæluhús fyrir Skagafjarðarveitur sem setja á niður við Reyki í Hjaltadal, fuglaskoðunarhús fyrir Náttúrustofu Norðurlands og 58 fermetra sumarhús sem nemendur í helgarnámi sjá um fyrir K-Tak.

Sjá nánar á FNV.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir