Í jólafötunum einn fjórða af árinu

Það styttist í jólin. Sumir geta vart beðið eftir að fá leyfi starfsfélaganna til að spila jólalögin og sumir starfsfélagarnir vilja helst ekki vita af jólalögunum fyrr en á Þorláksmessu. Til að jólalögin verði ekki leiðinlega hversdags þá er kveðið á um það í óskráðu lögunum að leyfilegt er að hefja spilun jólalaga strax í byrjun desember. Það er því hálf undarlegt að jafn hversdagslegur hlutur og mjólkurfernan skuli vera komin í jólabúninginn strax í byrjun nóvember sem þýðir þá að mjólkin er í jólafötunum í um tvo og hálfan mánuð á ári. Kommon!?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir