Hvöt spilar sinn síðasta heimaleik á laugardag

hvotÁ morgun leikur Hvöt sinn síðasta heimaleik í annari deildinni í knattspyrnu gegn KS/Leiftri og hefst hann klukkan 14:00

Búast má við hörkuleik en bæði liðin eru stödd á góðu róli í deildinni. Hvöt er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 31 stig en KS/Leiftur situr í 8. sæti með 26 stig og er með öruggt sæti í deildinni að ári.

 

Bæði lið eru með mikla markaskorara innan sinna raða en Muamer Sadikovic Hvöt er markahæstur í deildinni ásamt Ragnari Hauki Haukssyni KS/Leiftri en báðir hafa þeir skorað 16 mörk í sumar og líklegt er að þeir vilji standa uppi sem markakóngar sumarsins. Milan Lazarevic leikmaður hjá Hvöt er einnig í topp tíu en hann hefur skorað 8 mörk og er 8. markaæsti maður deildarinnar.

Síðasti leikur Hvatar verður háður laugardaginn 19. september við Tindastól á Sauðárkróki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir