Hvöt safnar fartölvum og GSM símum
Félagar í Hvöt hyggjast hefja nýstárlega fjáröflun sem felst í því að safna gömlum fartölvum og GSM símum sem ekki eru lengur í notkun á heimilum og hjá fyrirtækjum í bænum. Þá ætla félagar einnig að safna gömlum stafrænum myndavélum, upptökuvélum og MP3 spilurum.
Fyrirtækið Græn framtíð annast flutning á tækjunum til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis sem tryggja endurnýtingu á þeim með ábyrgum hætti. Heilir símar og fartölvur verða meðal annars nýttir áfram í þróunarlöndum og íhlutir úr ónýtum tækjum verða nýttir í annan búnað. Þá verður spilliefnum úr þeim eytt með löglegum hætti.
Frá og með föstudeginum 11. desember verður hægt að fara með tæki og tól í merkta kassa í anddyri Samkaupa og Póstsins en að auki verður einn félagi úr Hvöt í verslun Samkaupa á Blönduósi á milli kl. 14:00-16:00 til að veita viðtöku endurnýjanlegum tækjum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.