Hvöt lagði Tindastól í gær 1-0
Hvatarmenn unnu mikilvægan sigur í gærkvöldi í baráttuleik við Tindastól í annari deildinni í fótbolta. Hvatarmenn lyftu sér upp í 5. sæti deildarinnar með 17 stig en Tindastóll vermir annað neðsta sætið með 9 stig.
Leikurinn var nokkuð fjörugur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að sækja og áttu hvort fyrir sig nokkur færi en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Á 74. mínútu fengu Hvatarmenn víti þegar brotið var á Muamer inn í teig Stólanna og Jens Einar sendi knöttinn örugglega framhjá Gísla í marki Tindastóls. Milan Lazarevic hjá Hvöt var rekinn út af á 85. mínútu eftir viðureign hans við einn Tinstælinginn.
Hvatarmenn voru sterkari aðilinn í leiknum, sóknarleikur þeirra betri og þeir komu mun öruggari til leiks en Tindastóll sem þó eiga mikið inni með efnilega leikmenn innanborðs.
Næsti leikur Hvatarmanna er föstudaginn 17. júlí gegn ÍH/HV á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 18:00. En Tindastóll tekur á móti Gróttu á laugardag og hefst þeirra leikur kl. 14
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.