Hvöt Íslandsmeistarar í Futsal
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
11.01.2009
kl. 17.36
Húnahornið greinir frá því að Hvatarmenn voru rétt í þessu að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Futsal þ.e. í innanhússknattspyrnu karla í meistaraflokki.
Hvöt spilaði við Víði úr Garðinum og sigraði leikinn með 6 mörkum gegn 2 mörkum Víðismanna. Hvatarmenn komust í 5-0 en slökuðu á í lokin og fengu á sig tvær vítaspyrnur. Meðan leikmanna Hvatar voru þeir Frosti og Aron Bjarnasynir, Óskar Vignisson, Sigurður Rúnar Pálsson, Hilmar Þór Kárason og fleiri. Glæsilegt hjá strákunum og nú er spurningin bara sú hvort þeir fara, líkt og Víðismenn í fyrra, í undankeppni fyrir Evrópumótið í Futsal en Víðismenn voru ríkjandi Íslandsmeistarar í Futsal.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.