Hvöt á fulltrúa í úrtakshópi KSÍ í U17 karla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
03.07.2009
kl. 09.30
Huni segir frá því að Hvatarmenn eiga einn fulltrúa á úrtakshópi KSÍ í U17 karla sem hittist um helgina og æfir á Tungubökkum í Mosfellsbæ.
26 leikmenn hafa verið valdir til þessara æfinga og er fulltrúi Hvatar Stefán Hafsteinsson en Stefán hefur staðið sig gríðarlega vel í sumar og hefur átt fast sæti í byrjunarliði meistaraflokks Hvatar. Nú er bara að sjá hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn og í landsliðshópinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.