Hvítabjörninn á Króknum

Von er á tveimur hamskerum til Sauðárkróks til þess að flá hvítabjörninn sem felldur var í Þistilfirði gær. Feldurinn verður sútaður hjá Loðskinni.

Björninn sem reyndar er kvenkyns virðist vera ungt dýr og vel haldið og vegur 136 kg. Feldurinn er fallegur, óskemmdur og glansandi að sögn Karls Bjarnasonar sútara hjá Loðskinni. Bangsinn verður fleginn í dag og feldurinn sútaður en skrokkurinn fer suður á Tilraunastofuna á Keldum til frekari skoðunar. Til samanburðar við birnuna sem felld var á Hrauni 2008 er þessi nokkru minni, en einungis 10 kg léttari. Engin nuddsár eru undir bógum eftir sund eins og var áberandi með Hraunsbirnuna og hárin glansandi sem gefur til kynna að hann hafi ekki soltið lengi.

Myndirnar voru teknar fyrir hádegi í Loðskinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir