Hvítabirnan á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.01.2009
kl. 14.19
Hafíssetrið á Blönduósi tók nýverið við hvítabirnunni sem felld var við Hraun á Skaga síðastliðið sumar til varðveislu eftir að lokið var við að stoppa hana upp.
Birnan er í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður hún varðveitt á Hafíssetrinu á Blönduósi en starfssemi þess er yfir sumarmánuðina.
Safninu hafa borist margar óskir um að hún verði til sýnis í vetur og hefur henni verið komið fyrir í glerbúri á bæjarskrifstofunni á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33 og er öllum velkomið að koma og sjá hana þar.
Við opnun Hafíssetursins í vor verður henni komið fyrir í safninu og atburðirnir rifjaðir upp þegar hún kom til landsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.