Hvít jörð í Skagafirði

Það hefur hríðað af og til í Skagafirði í dag og raunar síðustu daga. Jörð er nú hvít og rétt að vara ökumenn sem flestir eru ennþá með sumarsettið undir bílunum að fara varlega í umferðinni. Snjórinn er blautur og sleipur og hitastigið víða um frostmarkið. Hálka er nú á Vatnsskarði og í Hjaltadal og öðrum vegum má reikna með hálkublettum.Rétt er að taka fram að skjótt skipast veður í lofti og því rétt fyrir þá sem hyggja á ferðalög að fylgjast með veðurspá og færð. Álíka veðri er spáð næstu daga en á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir hægari vindi á morgun og lítilli úrkomu til landsins og hita í kringum frostmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir