Hvert sem ég fer – Nýr diskur Jóhanns Más
Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Keflavík stendur í ströngu þessa dagana en hann er að gefa út hljómdisk sem hann syngur inn á og er sjálfur útgefandi og sölumaður.
Diskurinn heitir Hvert sem ég fer og inniheldur þrettán hugljúf lög. -Ég kalla þetta rauðvínsdisk þ.e.a.s. að ég tel það gott að sitja í rólegheitunum við kertaljós með rauðvín og hlusta á lögin. Þetta eru létt lög og hugljúf í bland og má kannski halda því fram að þau séu dægurlagakennd, segir Jóhann.
Á disknum eru meðal annars ný lög sem eru frumflutt og einnig eru erlend lög þar sem gerðir voru textar fyrir Jóhann en eitt lagið er tileinkað dóttursyni og alnafna hans en sá barðist fyrir lífi sínu daginn fyrir þriggja ára afmælið sitt fyrir fáum árum. Jóhann Már segir frá þeirri reynslu, tilurð disksins og fleiru skemmtilegu í nýútkomnum Feyki.
Hér fyrir neðan er hægt að spila lagið Megi gæfan þig geyma
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.