Hvatarstrákar leika Völsung illa
Hvatarstrákar í 4. flokki fóru í vikunni illa með Völsung á útivelli en það var blíða á Húsavík er strákar úr fjórða flokki í knattspyrnu mættu þangað til að etja kappi við heimamenn.
Reyndar voru drengirnir nokkuð snemma á ferðinni þannig að tækifærið var nýtt til að heimsækja Reðursafnið en þar skoðuðu þeir allt frá a til ö.
Leikurinn sjálfur hófst síðan kl. 18:00 og hófst hann með látum því á 5. mínútu skoruðu Hvatarstrákarnir mark og eftir það var ekki spurning hvort liðið var betra.
Drengirnir skoruðu 3 mörk í fyrri hálfleiknum og 5 í þeim síðari en heimamenn náðu einu marki í síðari hálfleik. Þeir sem skoruðu voru: Ásgeir Þorri Egilsson með 2, Arnar Freyr Arnarsson með 2, Friðrik Már Sigurðarson með 1, Bergur Guðmundsson með 1, Kristófer Skúli Auðunsson með 1 og Ingibergur Sigurðsson með 1.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.