Hvatarmenn unnu góðan útisigur á Hamri í kvöld
Hvatarmenn gerðu góða ferð í Hveragerði í vikunni er þeir léku gegn heimamönnum í Hamri. Samkvæmt Húna.is voru það heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en sá síðari var nánast eign Hvatarmanna. Hamar skoraði mark á 5. mínútu en Muamer Sadikovic jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar. Hamarsmenn komust aftur yfir á 15. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Hvatarmenn komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og á 59. mínútu skoraði Milan Lazarevic jöfnunarmark Hvatar. Hvatarmenn komust svo yfir í leiknum er Muamer skoraði sitt annað mark og 3 mark Hvatar á 72. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Milan sitt annað mark. Síðasta mark Hvatar skoraði Muamer, er hann fullkomnaði þrennu sína í leiknum, á 79. mínútu leiksins. Muamer hefur nú skorað 12 mörk í deildinni og er næstmarkahæstur ásamt þremur öðrum leikmönnum. Góður útisigur Hvatar staðreynd og liðið komið í 4. sæti deildarinnar með 27 stig, jafnmörk og BÍ/Bolungarvík en betri markatölu.
Næsti leikur Hvatar er á sunnudaginn 30. ágúst er Hvöt tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum á Blönduósvelli og hefst leikurinn kl. 15:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.