Hvatarmenn sendu Magna í fallsæti

Strákarnir í Hvöt sendu Magna í fallsæti

 Hvatarmenn lágu heldur betur í því í gærkvöld eftir að leikheimild Atla Jónassonar, markvarðar, var dregin til baka 45 mínútum fyrir leik Hvatar gegn Magna á Grenivík í gærkvöld. Engu að síður mörðu Hvatarmenn fram sigur í leiknum 3 mörk gegn 2.

Jens Elvar Sævarsson, þjálfari og leikmaður Hvatar ákvað að verja sjálfur mark síns liðs og voru þeir sterkari aðilinn í leiknum allan tímann en vantaði oftar en ekki upp á að heppnin væri með þeim.
Með sigrunum sendu Hvatarmenn Magna í fallsæti sem Tindastólsliðið hafði áður vermt en Tindastóls menn eiga mikið undir því að Hvöt gangi vel það sem eftir er leiktíðar og taki þar stig af liðum sem eru í fallbaráttunni með Tindastól.
Hvatarmenn eru hins vegar í vondri stöðu þar sem þeir eru án markmanns og ljóst að þar sem Atli hafði komið inn á í einum leik með KR í sumar mun hann ekki fá leikheimild með Hvöt og eru þeir því á byrjunarreit hvað markmann varðar.

Spurning um að Tindastóll láni þeim mann þar sem þeir eiga allt undir góðu gengi Hvatar þar sem eftir lifir leiktíðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir