Hvatarmenn gerðu jafntefli við Reyni á föstudag

Áfram Hvöt

Hvatarmenn heimsóttu Reyni Sandgerði á föstudag í annari deildinni og komu þaðan með eitt stig. Hvatarmenn eru í góðum málum, sitja í fjórða sæti með 31 stig.

 

Á Húna.is segir að engin mörk hafi litið dagsins ljós fyrr en á síðustu mínútum fyrri hálfleik er Muamer Sadikovic skoraði gott mark fyrir Hvöt og staðan 0-1 í hálfleik. Það hafi svo tekið Reynismenn aðeins tæpa eina mínútu til að jafna leikinn í síðari hálfleik og var þar að verki Ólafur Þór Berry.

 

Á 67. mínútu skoraði Sinisa Kekic mark fyrir heimamenn og kom þeim yfir í leiknum en Hvöt svaraði og náðu að jafna leikinn á 89. mínútu er Muamer skoraði sitt annað mark í leiknum og jafnaði leikinn fyrir Hvöt. Gissur Jónasson, fyrirliði Hvatar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks en það hafði ekki áhrif á leikinn og jafntefli því staðreynd 2-2.

 

 

Næsti leikur Hvatar í deildinni er þann 12. september gegn KS/Leiftri á heimavelli en síðasti leikur sumarsins er viku síðar er Hvatarmenn heimsækja nágranna sína í Tindastól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir