Hvasst í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.12.2008
kl. 08.21
Spáin gerir ráð fyrir austlægri átt, 8-13 m/s og snjókomu með köflum. Hvessir á annesjum síðdegis, en hægari sunnanátt inn til landsins. Lægir í nótt. Hæg breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og él á stöku stað. Frost 0 til 6 stig.
Á morgun má gera ráð fyrir minnkandi suðvestanátt og síðan fremur hæg breytileg átt. Sums staðar él sunnan- og austanlands, en annars þurrt og skýjað að mestu. Frost 1 til 10 stig, mildast við sjóinn. Á miðvikudag spáir hann hægri suðlægri átt og élum sunnan- og vestanlands, en skýjað með köflum og þurrt að kalla norðaustantil. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.