Hvalfjarðargöng verði gjaldfrjáls
Hvalfjarðargöngin eru löngu orðin hluti hins almenna þjóðvegakerfis. Vegfarendur ættu því að hafa sama umferðarétt um þau án sérstakrar gjaldtöku líkt og aðra þjóðvegi landsins. Ljóst er að ríkið er fyrir löngu komið með allt sitt á þurrt varðandi kostnað vegna ganganna - t.d. er innheimtur virðisaukaskattur vegna þeirra án efa mun meiri en þeir fimm milljarðar sem reiknað var með. Þá hefur ríkið sparað sér bein útgjöld með því að lágmarka algjörlega viðhald og uppbyggingu á Hvalfjarðarvegi sem annars hefði þurft að koma til, ef umferðin hefði áfram þurft að fara í kringum í fjörðinn. Raunar má áætla að íbúar á Akranesi og austnorður um land hafi greitt göngin tvöfalt: annars vegar með gjaldi til Spalar og hins vegar skattgreiðslum og sparnaði hjá ríkissjóði.
Göngin bylting á sínum tíma
Opnun Hvalfjarðarganga í júlí árið 1998 var bylting í samgöngum landsmanna þar sem göngin spöruðu fólki um klukkutíma ferðalag fyrir Hvalfjörðinn. Stofnað var sérstakt félag, Spölur ehf, um framkvæmdina sem er nú að langmestu í opinberri eigu. Jafnframt var heimiluð gjaldtaka í göngunum sem skyldi fjármagna verkið og rekstur ganganna. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að göngin yrðu afhent ríkinu eftir 20 ára rekstur, eða í júlí 2018 til ævarandi eignar og þá yrðu göngin gjaldfrjáls. Jafnframt gerðu áætlanir ráð fyrir því að ríkið innheimti virðisaukaskatt af veggjöldum sem næmi um fimm milljörðum á verðlagi ársins 2016.
Framkvæmdin ætti að vera uppgreidd
Nú er ljóst að allt hefur gengið upp varðandi Hvalfjarðargöngin og gott betur: Framkvæmdin sjálf gekk betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Fleiri hafa farið í gegnum göngin en áætlanir gerðu ráð fyrir og vextir af lánum vegna verksins hafa einnig verið lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En lánin voru endurfjármögnuð árið 2005. Allt þetta hefði átt að leiða til þess að verkið hefði átt að greiða sig fljótar upp en þau 20 ár sem reiknað var með. Árið 2007, lögðu 4 þingmenn Vinstri Grænna fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að ríkið yfirtæki Spöl í ljósi þess að rekstrarforsendur væru mun betri en áætlað var. Þannig væri hægt að hætta innheimtu veggjalda. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu á sínum tíma. Hins vegar um sama leyti, eða 29. nóvember 2007, birti Spölur frétt um að skv. Þáverandi greiðsluflæði yrðu göngin skuldlaus og gjaldfrjáls 2015 eða þremur árum á undan áætlun. Það hefur sem kunnugt er ekki gerst.
Skattur á íbúana
Mikill fjöldi fólks sækir vinnu eða skóla frá Akranes og Borgarfjarðarsvæðinu til Reykjavíkur. Sama gildir einnig frá höfuðborgarsvæðinu til fjölmennra vinnustaða á Akranesi, Grundartanga og Borgarfirði. Talið er að það skipti þúsundum í ferðum um göngin daglega. Þá er það eins og við þekkjum, að allt landsbyggðarfólk þarf sífellt að sækja aukna þjónustu til höfuðborgarsvæðisins - þar með talið heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að veggjald um Hvalfjarðargöng felur í sér töluverðan kostnað fyrir landsbyggðinna og er í raun ósanngjarn skattur á samgöngur sem þekkist hvergi annars staðar á landinu. Það er því ekki að undra að sveitarfélögin á Vesturlandi, sem sum eru einnig hluthafar í göngunum, hafa ítrekað ályktað um að göngin eigi að vera gjaldfrjáls. Og þau hljóta að fylgja þeirri kröfu eftir af fullum þunga.
Stórátaks þörf í vegamálum
Gjaldtakan um Hvalfjarðargöng er þó aðeins hluti af stærra samhengi í samgöngumálum. Þjóðinni hefur fjölgað verulega á síðustu tveimur áratugum sem vitaskuld skilar sér í meiri umferð. Þá hafa þungaflutningar aukist verulega um vegi landsins. Loks, hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um milljón á aðeins nokkrum árum. Hins vegar er vegakerfið nokkurn vegin samt og það var þegar Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun og aðeins ein akrein til sitt hvorrar áttar. Þessi staðreynd verður öllum ljós er aka til eða frá Reykjavík um Vestur- eða Norðurland.
Göngin verði gjaldfrjáls
Hér er því lagt til að samhliða því að afhenda þjóðinni gjaldfrjáls Hvalfjarðargöngin til ævarandi eignar verði virðisaukaskatti sem veggjöldin hafa skilað til ríkissjóðs og eru líklega á bilinu 5-8 milljarðar, varið í nýtt samgönguátak á þjóðveginum vestur og norður um land sem m.a. felist í breikkun vegarins. Innheimtur virðisaukaskattur af gangaumferðinni eru skattgreiðslur sem Akurnesingar og aðrir íbúar á einkum norðvesturhelmingi landsins hafa lagt fram á undanförnum árum með ferðum sínum í gegnum Hvalfjarðargöng - og þeir hljóta að eiga heimtingu á að þeim fjármunum sé varið í þeirra þágu með átaki í vegamálum á svæðinu.
Bjarni Jónsson og Þröstur Ólafsson
Höfundar skipa 2. og 8. sæti á lista VG í NV-kjördæmi
Hvalfjarðargöng verði gjaldfrjáls
Hvalfjarðargöngin eru löngu orðin hluti hins almenna þjóðvegakerfis. Vegfarendur ættu því að hafa sama umferðarétt um þau án sérstakrar gjaldtöku líkt og aðra þjóðvegi landsins. Ljóst er að ríkið er fyrir löngu komið með allt sitt á þurrt varðandi kostnað vegna ganganna - t.d. er innheimtur virðisaukaskattur vegna þeirra án efa mun meiri en þeir fimm milljarðar sem reiknað var með. Þá hefur ríkið sparað sér bein útgjöld með því að lágmarka algjörlega viðhald og uppbyggingu á Hvalfjarðarvegi sem annars hefði þurft að koma til, ef umferðin hefði áfram þurft að fara í kringum í fjörðinn. Raunar má áætla að íbúar á Akranesi og austnorður um land hafi greitt göngin tvöfalt: annars vegar með gjaldi til Spalar og hins vegar skattgreiðslum og sparnaði hjá ríkissjóði.
Göngin bylting á sínum tíma
Opnun Hvalfjarðarganga í júlí árið 1998 var bylting í samgöngum landsmanna þar sem göngin spöruðu fólki um klukkutíma ferðalag fyrir Hvalfjörðinn. Stofnað var sérstakt félag, Spölur ehf, um framkvæmdina sem er nú að langmestu í opinberri eigu. Jafnframt var heimiluð gjaldtaka í göngunum sem skyldi fjármagna verkið og rekstur ganganna. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að göngin yrðu afhent ríkinu eftir 20 ára rekstur, eða í júlí 2018 til ævarandi eignar og þá yrðu göngin gjaldfrjáls. Jafnframt gerðu áætlanir ráð fyrir því að ríkið innheimti virðisaukaskatt af veggjöldum sem næmi um fimm milljörðum á verðlagi ársins 2016.
Framkvæmdin ætti að vera uppgreidd
Nú er ljóst að allt hefur gengið upp varðandi Hvalfjarðargöngin og gott betur: Framkvæmdin sjálf gekk betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Fleiri hafa farið í gegnum göngin en áætlanir gerðu ráð fyrir og vextir af lánum vegna verksins hafa einnig verið lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En lánin voru endurfjármögnuð árið 2005. Allt þetta hefði átt að leiða til þess að verkið hefði átt að greiða sig fljótar upp en þau 20 ár sem reiknað var með. Árið 2007, lögðu 4 þingmenn Vinstri Grænna fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að ríkið yfirtæki Spöl í ljósi þess að rekstrarforsendur væru mun betri en áætlað var. Þannig væri hægt að hætta innheimtu veggjalda. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu á sínum tíma. Hins vegar um sama leyti, eða 29. nóvember 2007, birti Spölur frétt um að skv. Þáverandi greiðsluflæði yrðu göngin skuldlaus og gjaldfrjáls 2015 eða þremur árum á undan áætlun. Það hefur sem kunnugt er ekki gerst.
Skattur á íbúana
Mikill fjöldi fólks sækir vinnu eða skóla frá Akranes og Borgarfjarðarsvæðinu til Reykjavíkur. Sama gildir einnig frá höfuðborgarsvæðinu til fjölmennra vinnustaða á Akranesi, Grundartanga og Borgarfirði. Talið er að það skipti þúsundum í ferðum um göngin daglega. Þá er það eins og við þekkjum, að allt landsbyggðarfólk þarf sífellt að sækja aukna þjónustu til höfuðborgarsvæðisins - þar með talið heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að veggjald um Hvalfjarðargöng felur í sér töluverðan kostnað fyrir landsbyggðinna og er í raun ósanngjarn skattur á samgöngur sem þekkist hvergi annars staðar á landinu. Það er því ekki að undra að sveitarfélögin á Vesturlandi, sem sum eru einnig hluthafar í göngunum, hafa ítrekað ályktað um að göngin eigi að vera gjaldfrjáls. Og þau hljóta að fylgja þeirri kröfu eftir af fullum þunga.
Stórátaks þörf í vegamálum
Gjaldtakan um Hvalfjarðargöng er þó aðeins hluti af stærra samhengi í samgöngumálum. Þjóðinni hefur fjölgað verulega á síðustu tveimur áratugum sem vitaskuld skilar sér í meiri umferð. Þá hafa þungaflutningar aukist verulega um vegi landsins. Loks, hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um milljón á aðeins nokkrum árum. Hins vegar er vegakerfið nokkurn vegin samt og það var þegar Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun og aðeins ein akrein til sitt hvorrar áttar. Þessi staðreynd verður öllum ljós er aka til eða frá Reykjavík um Vestur- eða Norðurland.
Göngin verði gjaldfrjáls
Hér er því lagt til að samhliða því að afhenda þjóðinni gjaldfrjáls Hvalfjarðargöngin til ævarandi eignar verði virðisaukaskatti sem veggjöldin hafa skilað til ríkissjóðs og eru líklega á bilinu 5-8 milljarðar, varið í nýtt samgönguátak á þjóðveginum vestur og norður um land sem m.a. felist í breikkun vegarins. Innheimtur virðisaukaskattur af gangaumferðinni eru skattgreiðslur sem Akurnesingar og aðrir íbúar á einkum norðvesturhelmingi landsins hafa lagt fram á undanförnum árum með ferðum sínum í gegnum Hvalfjarðargöng - og þeir hljóta að eiga heimtingu á að þeim fjármunum sé varið í þeirra þágu með átaki í vegamálum á svæðinu.
Bjarni Jónsson og Þröstur Ólafsson
Höfundar skipa 2. og 8. sæti á lista VG í NV-kjördæmi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.