Hvað ungur nemur gamall temur!!
feykir.is
Skagafjörður
26.10.2009
kl. 17.05
Feykir fékk senda mynd af Rögnvaldi Steinssyni eða Valda á Hrauni en hann varð 91 árs þann 3.okt s.l. Myndin er tekin þar sem hann er að vitja um silunganet í Þangskálavatninu á dögunum ásamt barnabarninu Dagnýju Erlu sem er 5 ára.
Ekki er annað að sjá en kunnátta gamla mannsins muni erfast til komandi kynslóðar. Myndina tók Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldari á Löngumýri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.