Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

ahyggjurÍ kvöld kl. 20 munu sálfræðingarnir: Thelma Gunnarsdóttir og Árný Ingvarsdóttir vera með fræðsluerindi um kvíðaröskun í Húnavallaskóla. Erindið ber yfirskriftina: ”Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur”.

Það er foreldrafélag Húnavallaskóla sem fær þær Thelmu og Árnýju til að flytja erindið sem  fjallar um kvíðaraskanir hjá börnum og aðferðir til að sigrast á slíku. Stuðst er við bók sem þær stöllur  þýddu á síðasta ári og hefur nú þegar vakið mikla athygli og sumir skólar hafa tekið hana inn til notkunar í lífsleikni. Bókin verður seld á staðnum.

Um er að ræða mjög áhugavert efni sem allir ættu að láta sig varða sem vinna með börn eða hafa áhuga á velferð barna.

Eftir erindið verður spurningum svarað og málin rædd. Kaffi veitingar eftir erindi.

Foreldrar, kennarar, starfsmenn skóla og aðrir þeir sem vinna með börn, sérstaklega hvattir til að mæta.

Allir hjartanlega velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir