Hvað er að þegar allt er að?
Þegar farið er yfir leiki Tindastóls í sumar má sjá ýmislegt sem vekur athygli. Í fyrstu gekk liðinu ágætlega, gerði sigurmark á lokamínútum gegn ÍH/HV í 2. umferð og jöfnuðu í blálokin gegn Hamri í 3. umferð. Árni Einar tryggði Stólunum sigur í blálokin gegn Hetti um miðjan ágúst en í flestum öðrum leikjum sumarsins hefur farið illa hjá Stólunum undir lok leikja.
Þegar leikskýrslur frá sumrinu eru skoðaðar má sjá að ef leikir Tindastóls hefðu verið flautaðir af á 70. mínútu þá væri liðið með 30 stig en eru nú með 17 stig í ellefta sæti. Hvöt og BÍ/Bolungarvík eru með 30 stig og eru sem stendur í 4. - 5. sæti í deildinni. Liðið hefur semsagt tapað 13 stigum á síðustu 20 mínútum leikja sinna í sumar að viðbættum uppbótartíma.
Þá er athyglisvert að sjá að Tindastóll hefur í sumar fengið á sig 33 mörk. Af þeim hafa 11 verið skoruð eftir að 85 mínútur eru liðnar af leikjunum og þar 9 á 90. mínútu eða síðar.
Hvað er að?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.