Hús Frítímans kynnir vetrarstarfið
Vetrarstarf Hús Frítímans er þessa dagana að taka á sig mynd og er óhætt að segja að Frístundadeildin hefji starfið að fullum krafti með þéttri dagskrá fyrir alla aldurshópa.
Dagskrá mun fara af stað í næstu viku. Textinn er tekinn af heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Húsið verður opið mánudaga frá kl 10:00-16.30.
þriðjudaga – fimmtudaga frá kl 10:00-22:00 og föstudaga kl 10:00- 23:00.
Mánudagurinn 14. september.
- Gönguhópur sem hittist í Vallarhúsinu kl. 09:00.-10:00.
- Spill, spjall og handaverk fyrir eldri borgara mánudaga og fimmtudaga frá kl 13.00 til 16.00.
Þriðjudagurinn 15. september.
- Opnun Friðar fyrir 4-5 bekk kl 14:00-17:00.
- Opnun Friðar fyrir 8-10 bekk kl 20:00-22:00. (Opnun öll þriðjudagskvöld og föstudagskvöld).
Miðvikudagurinn 16. september.
- Leikfimi fyrir eldri borgara og öryrkja-léttar og skemmtilegar æfingar kl 10:00.
(10 vikna námskeið kostar 2000 kr, skráning á staðnum).
- Foreldrahittingur kl 13:00-15:00.
- Tómstundahópur RKÍ kl 17:30-19:30.
- Opnun fyrir 16 plús kl 20:00-22:00.
Fimmtudaguirnn 17. september.
- Prjónakaffi kl 19:30-22:00.
Föstudagurinn 18. september.
- Opnun Friðar fyrir 6-7 bekk kl 14:00-17:00.
- Frístundastrætó byrjar keyrslu frá Hofsós og Varmahlíð.
Fótboltaklúbburinn er að byrja og þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í hann endilega hafið samband við husfritimans@skagafjordur.is einnig ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir eða hugmyndir að dagskrá, uppákomu, viðburði, námskeiði eða klúbbum, þá endilega hafið samband.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.