Hús fauk af pallbíl

thumb_SviptivindurA32.11Vegfarandi í Húnavatnsýslu varð fyrir því óláni að hús á pallbíl hans tókst á loft af bílnum og lenti á nærliggjandi túni. Atvikið varð á þjóðvegi eitt við Vatnsdalinn.

Vegfarandinn sagðist hafa keyrt inn í vindstrenginn með þessum afleiðingum og stóð hann í ströngu við að ná dóti sem var á pallinum og þeyttist út í vindinn. Náði hann að tína mest af því í bílinn aftur en húsið varð hann að skilja eftir. Engin hálka var á veginum og má segja að það hafi bjargað því að bíllinn fór ekki útaf. Engin meiðsli urðu á mönnum né skepnum. Vegagerðin varar við sterkum hviðum við Hafnarfjall en Feykir varar við hviðum í Húnavatnssýslum.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir