Húnvetnskt fé á Langjökli

Fé á villigötum

Sagt er frá því á Skessuhorni að ær með tvö lömb var komin í sjálfheldu í fjallinu Þursaborg sem er eyland í miðjum Langjökli. Kindurnar sáust úr þyrlu og var lögreglu gert viðvart sem gerði viðeigandi ráðstafanir um mögulega björgun kindanna.

 

 

 

Björgun reyndist ekki möguleg svo gripið var til þess ráðs að fella kindurnar með skotvopnum enda talið fullvíst að um línubrjóta væri að ræða. Línubrjótar eru þær kindur sem komast yfir sauðfjárveikivarnagirðingar og eiga ekki afturkvæmt í sína heimahaga. Kindurnar reyndust vera frá Bjarnastöðum í Sveinsstaðahreppi í Austur Húnavatnssýslu.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem menn verða varir við fé á þessum slóðum enda ekkert um gras á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir