Húnvetnsks listsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

Á morgun miðvikudag klukkan 16 verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur ljósmynda- og útskurðasýning húnvetnskra listamanna.

 

Það er Menningarráð Norðurlands vestra og Sparisjóður Hvammstanga sem styrkja þessa sýningu. Ljósmyndarar eru fjórir: Þeir Pétur Jónsson, Jón Eiríksson, Jón Sigurðsson og Bjarni Freyr Björnsson. Útskurðamenn eru tveir, þeir Helgi Björnsson og Ásgeir Júlíus Ásgeirsson.

 

Sýningin stendur til sunnudags 24. maí og er opin á opnunartíma ráðhússins, sem er eftirfarandi: virkir dagar kl. 8 – 19 og um helgar frá  kl. 10 – 18.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir