Húnvetnska liðakeppnin í gang

Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni verður föstudagskvöldið 5. febrúar nk. í Hvammstangahöllinni. Skráning er hjá Kollu á netfangið: kolbruni@simnet.is.

Skráning er opin fram að  miðnætti þriðjudagsins 02.02. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram í skráningu er: knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd á að ríða. Líklega verður sá háttur hafður á að tveir keppendur verða inn á í einu og er prógrammið, hægt tölt, brokk, fet, stökk og fegurðartölt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir