Húnvetningasaga hin nýja

hunvetningasagaHúnvetningasaga hin nýja er nú komin út. Henni er ætlað að varpa ljósi á þá skemmtilegu hefð sem Húnvetningar rækja öðrum fremur, að svara vel fyrir sig og ekki sakar ef dálítil kaldhæðni fylgir í kaupbæti, en langflestir Húnvetningar taka þátt í sköpun þessarar skemmtilegu hefðar á einn eða annan hátt.

 

Undanfarin ár hefur Björn Líndal Traustason safnað sögum um skemmtilega Húnvetninga sem hafa góð tök á þessari göfugu íþrótt. það gildir einu hvort menn hafa þjálfað þennan hæfileika markvisst eða hvort um er að ræða algerlega eðlislægan þátt í persónuleika viðkomandi. Er það von útgefanda að lesendur muni hafa gaman af efni þessarar  bókar og að hún verði Húnvetningum hvatning til að varðveita og virða sérkenni
okkar samfélags.
Bókin fæst keypt hjá útgefanda í síma 451-2527 eða 864-8946 eða
með tölvupósti á hrappur1@simnet.is. Verð kr 1.900.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir