Hundahlýðninámskeið um helgina
Um síðusu helgi var haldið á Sauðárkróki hundahlýðninámskeið þar sem eigendum hunda var leiðbeint um það hvernig þeir ættu að láta hundana hlýða sér.
Alls voru 18 hundar af öllum stærðum og gerðum sem voru á námskeiðinu og var það samdóma álit þátttakenda að þeir hafi mikið lært og haft gott af tilsögninni. –Það hafa orðið gríðarlegar framfarir hjá hundunum enda mikið álag á þeim þessa helgi, segir Anna Björk Arnardóttir ein af upphafsmönnum námskeiðsins en dagskráin var mjög stíf. Anna segir að ekki sé neitt félag starfandi hjá hundaeigendum á Sauðárkróki eða nágrenni en einhverskonar hundavinafélag sé þó verið að reyna að halda úti sem stendur fyrir ýmsum framfaramálum hjá hundaeigendum.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðrún Hafberg frá Hundaskólanum okkar, og henni til aðstoðar var Bára Einarsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.