Hundaeigendur beðnir um að sýna gangandi fólki tillitssemi

Hundar eiga ekki upp á pallborðið hjá öllu fólki því þó að margir hverjir hafi gaman og gagn af hundum eru aðrir sem hreinlega eru ofboðslega hræddir við þá. Þannig barst Feyki á dögunum bréfkorn frá síungri frú á Víðigrundinni sem vill að hundaeigendur sýni sér og öðrum þá tillitssemi að passa upp á hunda sína þegar fólk á leið hjá.

Hér að neðan má sjá lesa skilaboðin sem Hulda sendi Feyki og vill að komist til skila til hundaeigenda:

Kæru hundaeigendur.

Ég veit að ykkur finnst hundurinn ykkar vera besta, fallegasta og  meinlausasta dýr sem til er í heiminum, en þar sem ég þekki mjög fáa  hunda og er þar að auki skíthrædd við þá veit ég það ekki.

Ég reikna með að margir hundaeigendur eigi börn og vona að þeir kenni  þeim að taka tillit til annara og nú bið ég ykkur að sýna gott  fordæmi og taka tillit til mín og annarra sem eru hræddir við hunda og  passa þá á meðan gengið er framhjá þeim.

Ég veit að það er voða skemmtilegt þegar gamlar kerlingar hoppa og æpa, en það skal ég gera heima í garðinum hjá mér, tími eftir  samkomulagi og skiljið hundana eftir heima.

Virðingarfyllst,
Hulda Jónsdóttir
Víðigrund 3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir