Húnavatnshreppur fær ekki tekjujöfnunarframlag

hunavatnshreppur1Á fundi hreppsnefndar Húnavatnshrepps fyrir helgi kom fram að úthlutun til þeirra á tekjujöfnunarframlagi og aukaframlagi Jöfnunarsjóðs árið 2009 hafi lækkað um 12 milljónir króna frá fyrra ári og verður því 10.5 millj. kr.

Húnavatnshreppur fékk ekki úthlutað tekjujöfnunarframlagi í ár, en það var rúmar 4 millj. kr. árið 2008.  Á fundinum gerði sveitarstjóri grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun ársins 2009 og var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

Framlög frá Jöfnunarsjóði lækka eins og áður sagði um 4% frá fyrri áætlun. Rekstur málaflokka hækkar í heild um 4,5% og skýrist það aðallega af áætluðum hækkunum vegna félagsþjónustu, fræðslumála, hreinlætismála og atvinnumála. Gert er ráð fyrir að vaxtatekjur lækki frá fyrri áætlun.

Samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2009 er áætlað að rekstur samstæðu verði neikvæður um 13.3 millj. kr. Reiknað er með að afborganir lána verði 7 millj. kr. og að tekin verði ný lán að upphæð 25 millj. kr. Í fjárfestingar eru áætlaðar um 35 millj. kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir