Húnavaka 2010

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin helgina 16. – 18. júlí í sumar en hún haldin á Blönduósi um miðjan júlí ár hvert. Á síðustu árum hefur hún vaxið og dafnað og gestum fjölgar ár frá ári.

Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðahöldunum með því að skreyta hverfi bæjarins og fjölmenna á viðburði.

Fastir liðir Húnavöku eru þessir:

Útiskemmtun á laugardeginum þar sem landsfrægir skemmtikraftar koma fram. Á hátíðarsvæðinu eru einnig leiktæki fyrir börnin og markaðstjöld. Söngkeppni barna sem er gríðarlega vinsæl. Alls tóku yfir 40 börn þátt árið 2009. Kvöldvaka sem endar með Bakkasöng á bökkum Blöndu þar sem allir taka þátt í fjöldasöng og fjöldakassagítarspili. Dansleikur á laugardagskvöldinu þar sem u.þ.b. 1.000 manns koma saman. Að auki eru myndlistarsýningar, tónleikar og fleiri skemmtanir í bænum.

Meðal þekktra listamanna á Húnavöku 2010 eru þessir:

Sálin hans Jóns míns leikur á dansleiknum. Leikararnir Hallgrímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson - Halli og Gói - munu sjá um að kynna dagskrána og fara með gamanmál. Hellisbúinn – Jóhannes Haukur Jóhannesson – sýning í Félagsheimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir