Húnaþing vestra fær hæstu úthlutun Jöfnunarsjóðs í Húnavatssýslum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 12. febrúar um áætlaða úthlutun framlaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Rúmlega 90 milljónir fara í Húnavatnssýslurnar.
Samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðsins fær Húnaþing vestra hæstu úthlutunina þeirra fimm sveitarfélaga sem eru í Húnavatnssýslum báðum eða samtals kr. 34.574.558. Næsthæstu upphæðina fær Blönduósbær, kr. 29.761.640, Sveitarfélagið Skagaströnd kemur þar á eftir með kr. 13.987.825, þá Húnavatnshreppur með kr. 10.395.891 og loks Skagabyggð með kr. 1.738.098.
Við tillögugerðina er tekið mið af nýju fasteignamati er tók gildi 31. desember hvað íbúðarhúsnæði í sveitarfélögum varðar. Áætluð heildarúthlutun framlaganna í ár nemur 2.574,5 milljónum króna og greiðir Jöfnunarsjóður 60% framlaganna fyrirfram mánuðina febrúar til júní.
Uppgjör framlaganna fer fram með þremur jöfnum greiðslum mánuðina júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Fasteignaská Íslands.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.