Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2023/2024
Á heimasíðu Húnaþings vestra auglýsir sveitarfélagið eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref á sex svæðum. Um er að ræða Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði.
Í umsókn skal koma fram hvar umsækjandi ætlar að staðsetja skothús og stunda vetrarveiðar á ref. Ef umsækjandi ætlar að stunda veiðarnar utan eigin landareignar skal skriflegt leyfi landeigenda fylgja umsókninni.
Skilyrði leyfisveitingar er að umsækjandi hafi gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Umhverfisstofnun. Tekið er fram að einungis þeim er veitt verður leyfi til vetrarveiða á ref verður greitt fyrir unnin dýr.
Húnaþing vestra gerir skriflega samninga við þá veiðimenn sem fá úthlutuðu leyfi til vetrarveiða á ref. Hámark samnings eru 17 unnin dýr á hverju svæði.
Tekið er á móti umsóknum rafrænt á þar til gerðu umsóknareyðublaði, sjá hér.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. nóvember 2023.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.