Húnar bjarga konum á hálendinu
Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga komu tveimur bandarískum konum til bjargar á hálendinu í gær þar sem þær voru á gönguferðalagi frá Rifstanga á leið á Skógasand.
Konurnar lentu í vandræðum við Köldukvíslarjökul og voru strandaglópar á eyri í Köldukvísl en náðu að sendu frá sér neyðarkall með neyðarsendi sem þær voru með með sér.
Ferðalangarnir höfðu látið tilkynningarþjónustu ferðamanna fá ferðaáætlun sína, svo allar upplýsingar um konurnar og ferðaplön þeirra lágu fyrir sem auðveldaði alla vinnu.
Björgunarsveitin Húnar sem hafa verið þessa viku í hálendisgæslu á Sprengisandsleið og Björgunarsveitin Ársæll sem er við hálendisgæslu á fjallabaki fóru á staðinn og komu konunum til bjargar. Ekkert amaði að konunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.