Húnahornið níu ára í dag
Húnahornið á 9 ára afmæli í dag. Þann 14. júní árið 2001 birtist fyrsta fréttin á Húnahorninu og síðan þá hafa verið birtar fréttir úr Húnaþingi á vefnum nærri daglega. Í janúar árið 2005 urðu þáttaskil í vinnslu vefsins þegar fjárfest var í gagnagrunnstengdu vefumsjónarkerfi og núverandi vefur var kynntur til sögunnar.
Fyrr á árinu fékk vefurinn svo andlitsupplyftingu. Vefurinn hefur áunnið sér fastan lesendahóp um land allt og fer heimsóknum á hann stöðugt fjölgandi.
Húnahornsmenn þakka á vefnum þeim sem stutt hafa við bakið á þeim s.l 9 ár með auglýsingum, innsendum pistlum, fréttum, myndum og öðru efni á vefinn kærlega fyrir stuðninginn.
Feykir.is sendir Húnahornsmönnum sínar bestu kveðjur í tilefni dagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.