Húnabjörgin sótti vélarvana bát
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
28.10.2009
kl. 13.24
Eitt af björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörgin frá Skagaströnd, var kallað út á níunda tímanum í gærmorgun vegna vélarvana báts.
Báturinn, sem er 15 t plastbátur, var á línuveiðum á Kolkugrunni um 35 mílur út af Skagaströnd þegar hann fékk netadræsur sem voru fljótandi í sjónum í skrúfuna. Húnabjörgin kom að hinum vélarvana báti á ellefta tímanum og tók hann í tog. Skipin komu til hafnar á Skagaströnd síðdegis.
Veður á svæðinu er þokkalegt og engin hætta var talin á ferðum enda báturinn úti á miðjum flóa.
/Landsbjörg.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.