„Hugmyndir ráðherra eins og köld vatnsgusa"
Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood hf. á Sauðárkróki segir þær hugmyndir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem fram koma í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, eins og kalda vatnsgusu framan í starfsfólk fyrirtækisins og vera með öllu óskiljanlegar. Hann gagnrýnir harðlega hugmyndir í frumvarpinu sem lúta að skerðingu á geymslurétti veiðiheimilda á milli ára.
Jón segir í grein, sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í morgun og ber yfirskriftina Hvert eru stjórnvöld að fara?, að augljós tilgangur þessara hugnynda sé að koma á móts við þá aðila sem hafa byggt á því að leigja til sín veiðiheimildir og þvinga núverandi handhafa veiðiheimilda til þess að leigja þær frá sér, ef þeim tekst ekki að veiða upp sínar heimildir sjálfir.
„Þessi áform ganga þvert á hagsmuni þeirra 230 starfsmanna FISK sem hafa lifibrauð sitt af vinnu hjá fyrirtækinu og starfsfólks fyrirtækja sem þjónusta FISK. Ekki þjóna þessi áform heldur þeim sveitarfélögum sem FISK starfar í, því fram hefur komið hjá forsvarsmönnum þeirra að t.d. útsvarstekjur sjómanna skila sér 100% hjá fyrirtækjum eins og FISK, en mun lakar hjá ýmsum öðrum aðilum svo sem strandveiðimönnum og leiguliðum í kvótakerfinu og það sama á væntanlega við um hátekjuskattinn til ríkisins."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.