Hrós dagsins fær Þröstur Árnason á Skagaströnd

Þröstur á fjórhjólinu sínu. Myndir teknar á Facebook-síðu Skagastrandar.
Þröstur á fjórhjólinu sínu. Myndir teknar á Facebook-síðu Skagastrandar.

Það var skemmtileg færsla sem sást á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær. Þannig er málið að þar hefur snjóað eins og alls staðar á svæðinu en einn góður íbúi, Þröstur Árnason, tók upp á því fyrir stuttu að fara um bæinn eins og herforingi á fjórhjólinu sínu og ryðja snjó frá gangstéttum. Þetta er að sjalfsögðu frábært framtak fyrir litla samfélagið og er virkilega vel metið.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir