Hornfirðingar fengu á baukinn

Lið Skagafjarðar í spurningaleiknum Útsvari kom, sá og sigraði í gærkvöldi þegar Hornfirðingar fengu að finna fyrir keppnisskapi Skagfirðinga sem náðu að stela svarrétti af Hornfirðingum sem götuðu á síðustu spurningunni sem átti að vera auðveld og gefa 5 stig. Þá stóðu leikar jafnir en með því að svara spurningunni rétt sem Hornfirðingar flöskuðu á, kræktu Ólafur, Kristján og Inga María í eitt stig og sigruðu því með glæsibrag.

Þar með er lið Skagafjarðar komið í þriðju umferð en svo langt hefur skagfirskt lið ekki náð hingað til í Útsvari og því tilefni til að óska til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir