Hörkukeppni í KS deildinni í gærkvöldi

Mette Manseth stóð uppi sem sigurvegari í töltkeppni KS deildarinnar í gærkvöldi. Alsterkasta fjórgangskeppni sem haldin hefur verið í Svaðastaðahöllinni, segir Eyþór Jónasson hallarstjóri.

Fyrr um daginn skrifuðu Guðmundur Sveinsson fyrir hönd Meistaradeildar Norðurlands og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri undir samning þess efnis að Kaupfélag Skagfirðinga verði fjárhagslegur bakhjarl KS keppninnar í vetur.

Keppni kvöldsins varð æsispennandi enda  hrossin á heimsmælikvarða. Fjöldi manns varð vitni að hörkubaráttu í A og B úrslitum og má segja að þetta fyrsta keppniskvöld gefur vonir um að veturinn verði hörkuskemmtilegur í KS deildinni.

Úrslitin eru eftirfarandi:

  • A úrslit:
  • 1. Mette Manseth og Happadís frá Stangarholti                      7.87
  • 2. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum                     7.83
  • 3. Bjarni Jónasson og Komma frá Garði                                   7.63
  • 4. Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti                             7.37
  • 5. Ísólfur Líndal Þórisson og Sindri frá Leysingjarstöðum 2               7.17
  • 6. Þórarinn Eymundsson og Fylkir frá Þingeyrum                     7.13
  •  
  • B úrslit:
  • Upp í A úrslit Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti            7.33
  • 7. Sölvi Sigurðarson og Nanna frá Halldórsstöðum                  7.23
  • 8. Magnús Bragi  Magnússon og Farsæll frá Íbishóli                7.20
  • 9. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík                  6.80

Eftirfarandi myndir tók Sveinn Brynjar Pálmason frá töltkeppni KS deildarinnar í gærkvöldi.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir