Hönnunarkeppni fyrir framhaldsskólanema

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er með hönnunarkeppni fyrir framhaldsskólanema. HR - Áskorunin er hönnunarkeppni sem er opin öllum þeim sem hvorki hafa lokið háskólanámi né eru skráðir í háskólanám.

Keppendur þurfa að leysa ákveðna þraut sem reynir á tæknilegt innsæi og úrræðasemi. Keppt er árlega á vorin og glímt er við nýja þraut hverju sinni. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þau lið sem standa sig best.

Í ár er keppt í hönnun og smíði á eggjavörpu. Varpan á að geta kastað eggi frá vítalínu körfuboltateigs í gegnum körfuna þannig að það lendi óbrotið. Skráning fer fram rafrænt og skila keppendur af sér myndskeiði á YouTube ekki seinna en 14. mars. Bestu lausnirnar komast í úrslitakeppni sem haldin verður á HR deginum laugardaginn 20. mars 2010.

Hægt er að fá ráðgjöf kennara mánudagana 15. febrúar og 8. mars. Skráning í ráðgjöf fer fram á askorunin@hr.is, þangað má einnig senda fyrirspurnir um keppnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir